19 maí 2008

27 dagar

Ég er byrjuð að vinna í Keflavík, og það er fínt. Þar eru allir í hvítum slopp, en sá klæðnaður er ekki mín sterkasta hlið. Ég er alltaf að sveifla sloppnum í hitt og þetta og hrindi öllu úr hillunum með skikkjufaldinum. Það er mjög svalt.
Var svo að vinna í Kringlunni um helgina, næstsíðasta helgin mín þar í bili. Ég á eftir að sakna þess að vinna þar. Heilmikill hasar; brjálað að gera og það þurfti að hringja í öryggisverðina.
Útskriftin mín er næstu helgi og ég er rosa spennt. Búin að kaupa mér nýjan kjól, ákvað að fá mér draumakjólinn í karen millen, en hann var samt ekki settur á raðgreiðslur.
Viktor hrýtur hérna við hliðiná mér í sófanum, hann sofnaði yfir sjónvarpinu og ég tími eiginlega ekki að vekja hann. Hann er svo sætur þegar hann sefur :)

Bara 27 dagar í Ástralíu, ég er óóógeðslega spennt, en samt pínu stressuð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home