25 október 2006

Bleeeggz


Djók.
Jæja, helgin var róleg. Hitti Láru mína í svona klukkutíma, og svo var helgin búin og ég fór aftur á Krók. Núna er snjór á Krók svo að ég er búin að taka fram gúmmístígvélin mín. Þau standa alltaf fyrir sínu.
Vá, það gerðist eitt ógeðslega fyndið á sunnudaginn. Örugglega svona "had to be there"-móment, en ég ætla samt að deila því með ykkur. Ég og Stella fórum um kvöldið út í Varmahlíð að ná í Söreir og Áka. Það var orðið alveg dimmt og það snjóaði líka pínu. Við héldum svo að við værum komnar þangað, en neei þá vorum við bara komin að Glaumbæ. Jæja. Loksins fundum við Varmahlíð og ætluðum að beygja upp hjá sjoppunni. Sáum veginn upp á planið, og Stella spurði mig hvort það ætti að beygja upp þarna. Ég sagði bara jújú, og hún beygði upp. Þá sáum við alltíeinu að við vorum að klessa á einhverja grasbrekku og rétt náðum að stoppa. Þá höfðum við ekki hitt á veginn og keyrt bara á eitthvað gras :') Jæja, okkur fannst þetta allavega ógeðslega fyndið og hlógum "like motherfuckers".
Fyndið, ha?
Annars er ég bara búin að vera í skólanum... svona öðru hverju. Og það er ógeðslega kalt. Ég hata ógeðslega verknámshúsið. Ég skal kveikja í því fyrir fimmþúsundkall!
Ég er blönk. Gjörsamlega blönk. Á engan pening. Fjárstyrkir óskast, sendið mér email og þá skal ég gefa ykkur upp reikningsnúmerið svo þið getið lagt inn nokkra bláa. Ók?
Við fórum á leikrit á mánudagskvöldið, Patrekur 1.5. Það var gaman. Alveg þess virði að eyða aleigunni í það.

Ég er haldin einhverjum sjúkdómi sem lýsir sér í mikilli tilgangslausri reiði út í allt og alla. Er búin að vera reið í næstum viku. Mismikið þó. Þannig að ef ég er ógeðslega leiðinleg við ykkur er það ekki endilega neitt persónulegt. Ég er bara eitthvað reið.

Ég, Stella, Helga Una (komin aftur á klakann!), Sara og Anna fórum á rúntinn í gær. Það var ógeðslega hresst. Síðan fórum við í SingStar og það var jafnvel enn hressara. Hve töff getur maður verið?

Annars veit ég ekkert hvað ég ætla að gera um helgina. Hef ekki efni á að fara neitt eða djamma. Hef ekki einusinni efni á að leigja mér dvd mynd. Minnir mig á að ég og Sara fengum lánaða The Hills Have Eyes hjá Guðna í gær. Ég hélt við myndum deyja úr ógeði. Ég verð sködduð á sálinni að eilífu. Vesen.

Menningarkvöld í kvöld. Stella spilar á píanó. Mér er ógeðslega kalt.

-Fögg.

19 október 2006

Fokking blogg!


Kannski maður ætti að blogga öðru hverju. Ég reyni!
Gaman að segja frá því að ég rúllaði upp miðannarprófunum og þarf aðeins að monta mig. 10 í þýs203, og 9 í nát123, ens303 og fra103. Ég er svo gáfuð að þið eigið mig ekki skilið.
Fór suður síðasta föstudag og í afmæli hjá frænku minni. Það var svosem ágætt, ég sofnaði reyndar í sófanum um eitt. Frændi minn ákvað að deila því með fjölskyldunni að hann og konan hans hefðu gift sig í laumi. Sko þau. Á laugardeginum fór ég svo í búðir og leyfði pabba að splæsa á mig slatta af nýjum fötum. Það var fallegt.
Ég er svo bara búin að hanga á Krók alla vikuna. Rosalega gaman. Og þá er öllu bloggefni vikunnar lokið. Nema það gerðist eitthvað ógeðslega fyndið um daginn, ég bara get ómögulega munað hvað það var. Svekk.
Þegar ég vaknaði áðan eftir síðdegislúrinn, var ég af einhverjum ástæðum geðveikt reið og pirruð. Um leið og ég opnaði augun langaði mig bara til að drepa einhvern. Kannski ég taki fram að ég gerði það samt ekki. Fór bara og keypti mér nammi í staðinn. Er samt ennþá reið.
Fer svo heim á Tangann um helgina. Veit reyndar ekki alveg hvað ég ætla að taka mér fyrir hendur, en það ætti að reddast.
Jæja, bloggbrunnar mínir eru þurrausnir. Vonist eftir einhverju betra næst.

Btw, muniði eftir þessum úr Grönnum? Ljúfar minningar.

-FanneyDögg.

12 október 2006

Nöldur dagsins


Jæja, miðannarprófavikan er að líða undir lok. Mér er búið að ganga alveg ágætlega svosem, og mér hefur gengið alveg frábærlega miðað við að ég nenni aldrei að læra neitt. Státa af góðri níu í frönsku, og fallegri sjöu í íþróttum. Restin er ekki komin inn. Ég fékk líka 6,9 í prófi úr Brennu-Njáls sögu. Feis! Við erum loksins búin með þessa helvítis bók og nú þarf ég aldrei að snerta hana aftur. Jaa, nema ég falli, og það er frekar ólíklegt.
Og afþví við erum búnar að vera svona duglegar, splæsi ég á pítsu í kvöld. Eða, þúveist, mamma splæsir reyndar.
Tvö próf á morgun (sem ég á btw eftir að rúlla upp einsog öllum hinum) og svo fer ég heim, og svo fer ég til Reykjavíkur. Fimmtugsafmæli hjá frænku minni og læti annað kvöld.
Það er svo kjánalegt að vera aldrei í tímum þessa vikuna. Maður sefur til hádegis, fer svo í eitt próf og er svo bara að horfa út í loftið restina af deginum. Mér tekst aldrei að gera neitt af viti. Ég er reyndar búin að prjóna einn vettling, og er byrjuð á hinum. Þeir eru frekar ljótir, bæði í laginu og á litinn, þannig að þið getið búist við að fá þá í jólagjöf. Ég á engan pening, svo að allir fá vettlinga frá mér. Þeir eru misfallegir, þeir leiðinlegu fá ljótustu vettlingana. Þessa með lykkjuföllunum og því.
Það eru ekki til takmörk fyrir því hvað ég er orðin löt. Ég hef ekki einusinni nennt að mála mig alla vikuna. Ég held að það hafi aldrei gerst áður.
Lsældjfæ weifhæqfqwælf lqkwjfælkfjædlsif ég er svo leiðinlegur bloggari.

-Fanney Dögg


ps... ástarkveðjur til láru og jóngústa, kisskiss

08 október 2006

Fokking fokking fokk!

Síðasta vika var ágæt. Ég vakti til hálf fjögur eina nóttina við að læra, geðveikt hörð. Svo fór ég í próf úr efninu daginn eftir og klúðraði því gjörsamlega. Ég óttast að þurfa að horfast í augu við fall í fyrsta skipti á ævi minni. Það er samt ekki mér að kenna, kennarinn í þessu er heimskasta fífl sem til er. Og ég meina það. Ekkert persónulegt, en ég hefði bara ekkert á móti því að hafa almennilega kennara.
Nóg af því.
Föstudagskvöldið og laugardagurinn fór í að rúnta á Tanganum á Almerunni. Svo var feitt stóðréttaball í Víðihlíð á laugardagskvöldið, og auðvitað lét ég mig ekki vanta. Það mættu nánast allir (nema Ævar og Sunna sem voru að plebbast í bænum), okkur tókst jafnvel að plata Birki með á ball! Það var villt fjör. Sumir urðu ofurölvi, en í þetta skiptið var ég ekki þar á meðal! Sumir fóru bara snemma heim vegna ofdrykkju, haha. Grey. Sumum tókst að láta brjóta í sér tönn. Ég hagaði mér bara vel, þar sem ég þurfti að vakna snemma morguninn eftir. Beilaði á eftirpartý og læti. Ég mætti meiraðsegja í Backstreet Boys bolnum mínum á ballið, þó hann hafi fengið að fjúka vegna hita þegar leið á kvöldið. Hann vakti reyndar ekki jafn mikla lukku og ég hafði vonast til.
Auðvitað var pakkfullt og maður hitti slatta af fólki sem maður kannaðist við. Meðal annars hitti ég fjórðabekkjarkennarann minn, ég var btw geðveikt skotin í honum í fjórða bekk. Ég og einhverjar stelpur vorum alltaf að rífast um hver fengi að leiða hann þegar við vorum í gönguferðum, hahaha. Dásamlegt. Ég kynntist líka sænskum emogoth með eyeliner sem heitir Tóbías og vinnur við að mjólka beljur. Það gerist ekki betra en það! Hef aldrei lent í öðru eins.
Vaknaði bara snemma í morgun, við svosem ágæta heilsu. Keyrðum svo í bæinn og fórum í skírn- og veislu hjá nýjasta meðlimi Tungufjölskyldunnar. Mér leiðist svo mikið í svona fjölskylduboðum. Allir svo smeðjulegir eitthvað, spyrja mann kurteislega hvernig manni finnist skólinn og svoleiðis, auðvitað svara ég að hann sé bara fínn þó hann sé það alls ekki. Til að gera allt verra eru svo þúsundir lítilla öskrandi skítugra krakka hlaupandi um allt. Ehh. Ég var svo pirruð og þreytt og bitur að mig langaði að grenja. Sem betur fer stoppuðum við bara í tvo tíma og fórum svo aftur heim.
Miðannarprófavikan er að byrja. Ég er hrædd. Ég er samt svo ótrúlega löt að ég er ekki byrjuð að læra fyrir prófið sem er á morgun. Ætla að vakna snemma og reyna að lesa eitthvað, þótt ég verði örugglega bara aumingi og sef áfram.
Ég er búin að ákveða að vera edrú næstu helgi. Kominn tími á það. Ég held ég sé búin að drekka hverja einustu helgi síðan einhverntímann í ágúst. Fer í fimmtugsafmæli í bænum og læti, ætla bara að taka því rólega og jafnvel versla aðeins.
Jæja, þetta dugar í bili, njótið.
Btw, Hafdís, þú veist að ég get aldrei talað við þig aftur, því miður. Þú hlýtur að skilja, þetta var bara of rangt.
Leyfi nokkrum myndum frá helginni að fjúka hérna með.

-Fanney.


Lára ástin mín.


Birkir og ég í góðum gír! (Við kunnum þetta...)


Ég og Anna... ó beibí!


Fokkjá.

03 október 2006

Blöstum Backstreet Boys saman.

Jæja, ég er að reyna að muna að blogga hérna oftar (þó ég viti alveg að það les þetta enginn).
Síðasta helgi var fín, fór á stóðréttaball í Vesturhópsskóla á laugardaginn og djammaði... aðeins. Fullt af fólki þarna, allavega miðað við að þetta var í skóla lengst út í sveit. Ég var reyndar ekki í neitt rosalega góðu ástandi á leiðinni heim, rúllaði útúr bílnum og ætlaði bara að drepast útá götunni með bílalestina fyrir aftan, hah. Hrós helgarinnar fer til Jóns, fyrir að nenna að vera driver fyrir okkur bytturnar, og að hafa ekki stungið okkur af þar sem við lágum í vegarkantinum. Jess. Allavega tókst mér að lifa þynnkuna af, eitthvað sem ég hélt ég gæti ekki gert þennan sunnudag.
Miðannarprófin eru í næstu viku, það verður ógnvekjandi. Ég er skíthrædd um að falla í íslensku. Við erum ekki í neinu nema Njálu núna, ég er búin að lesa hana en skil bókstaflega ekki neitt. Án gríns, ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað bókin er. Ef einhver á góðar glósur eru þær vel þegnar! En allavega, mig langar ekki að falla í þessum áfanga. Það er svo hallærislegt.
Í fyrsta skipti á önninni þarf ég að læra heima í þessarri viku. Og ég þarf ekki að læra neitt lítið. Frábært. Ég get ekki einusinni lært þetta.

Þannig að þessi vika fer í að vera pirruð afþví ég kann ekki að lesa fornsögur. Og þess á milli ætla ég að grenja. Gott plan.

-FaneyDög