17 febrúar 2008

Tvífarar dagsins

Ég er að horfa á Boston Legal sem mér finnst alveg æðislegur þáttur. Það er samt eitt sem fer alltaf svolítið í mig, og það er að mér finnst Jerry "Hands" Espenson ekkert smá líkur Hr. Ólafi Ragnari forseta. Mér finnst þetta alltaf verið forsetinn þarna að vera hallærislegur með hoppin og hendurnar á lærunum og það, og er alltaf jafn hissa að sjá forsetann í þættinum. Ég hef samt spurt marga hvort þeir sjái sömu líkindin og ég með þessum mönnum, en ég virðist vera sú eina.

Góðri helgi er að ljúka, lagningardagar í MH voru í síðustu viku og á föstudaginn fór ég til Keflavíkur. Ég þurfti að fá góðar leiðbeiningar, þar sem ég hafði ekki minnstu hugmynd um hvernig maður kæmist út úr Reykjavík. Rataði þó loksins, þó ég hefði næstum endað í Sandgerði, sem er víst ekki það sama og Keflavík. Vottevah.
Eyddi semsagt helginni hjá Vigga, við kíktum á alvöru keflavíkurdjamm sem var þónokkuð gott; í partí og í bæinn á skemmtistaðina, hitti frændur á Paddy's. Verð algjörlega að endurtaka þetta við tækifæri.

Svo er bara venjulegur skóladagur á morgun, sem mér finnst ekki alveg nógu spennandi, en það er víst lítið í því að gera. Og ég er ennþá alveg jafn lost yfir hvað ég eigi að gera af mér eftir útskriftina. Hugmyndir óskast, sérstaklega ef þær fela í sér dvöl í landi þar sem er gott úrval af sólbrúnum strákum.

Fanney

13 febrúar 2008

lalala

Þá er þorrablóti þessa árs lokið, og eins og flestir get ég varla beðið eftir næsta. Keyrði norður á laugardaginn í sól og blíðu, eftir að hafa verið veðurteppt í borginni daginn áður. Hitti villtustu túrista sem ég hef nokkurntímann séð (og þeir eru nokkuð margir) á planinu norðan við hvalfjarðargöngin. Þar voru nokkrir túristar að skoða kortið af hvalfirði og virtust svo agalega týndir að ég ákvað að reyna að rétta þeim hjálparhönd, enda dýrka ég túrista. Og þá voru þeir að leita að Geysi, litlu greyin, og skildu ekkert í að sjá hann ekki á kortinu. Þeir trúðu mér nú varla þegar ég sýndi þeim alvöru landakort, og voru ekkert sáttir við hvað Geysir væri langt í burtu. Þetta var svo fyndið, en samt svo svekkjandi eitthvað, gússí gússí.
Svo var þorrablótið um kvöldið, skemmtiatriðin voru æði og ballið líka, og í fyrsta skipti ákvað ég að gæta sæmilegs hófs í áfengisdrykkju á blóti. Yfirleitt hef ég verið rúllandi, en núna var ég bara mjög hress og það slapp alveg. Ég var allavega hæf til aksturs daginn eftir.
Svo tók ég alveg fjórar myndir eða eitthvað, var eitthvað slöpp í þessu núna, en þær eru á mæspeis.

Ég er að blogga, og klukkan er ekki orðin hálf sex á miðvikudagsmorgni. Ekki það að ég sé vakandi svona seint, heldur vaknaði ég eldsnemma, enda fór ég að sofa kl 8 í gærkvöldi eftir ógeðslega langan skóladag. Veit ekki alveg hvað ég eigi að fara að gera núna, það eru lagningadagar og langt í að ég fari upp í skóla. Ég held það sé ekkert í sjónvarpinu, og ég finn ekki nýjasta þáttinn af one tree hill á netinu.

Samkvæmt plönunum verður næsta helgi frábær, get ekki beðið :D

07 febrúar 2008

123

Síðasta helgi var totally best. Sædís átti tvítugsafmæli og bauð í afmælispartý á snæfellsnesi. Ég, Ágústa, Sigrún og afmælisbarnið tókum forskot á sæluna og lögðum í hann á föstudagskvöldið, á ógeðslega troðnum yaris, haha. Ég og Ágústa þurftum meiraðsegja að fara með sængurnar okkar í Rúmfó og vakúmpakka þeim þar (við eigum enga ryksugu) til að þær kæmust í pínuponsulitla bílinn. Sængurnar urðu pínulitlar og harðar, algjör snilld.
Fórum á rúntinn, fengum okkur smá bjór og prófuðum drykkjuspilið sem við gáfum Sædísi, sem var mjööög skemmtilegt. Sigrúnu fannst það samt örugglega skemmtilegast af okkur öllum samt. Svo kúrðum við allar fjórar saman í tveimur rúmum settum saman.
Á laugardaginn kíktum við sko í búðir! Já, það eru nokkrar búðir í Snæfellsbæ. Svo komu fleira fólk í sveitina, það var heilmikið djamm, singstar að sjálfsögðu, drykkjuspilið var líka dregið fram þar sem afmælisbarnið tapaði. Sigrún var samt dettandi gellan, það var mikið hlegið að henni þegar hún datt beint fram fyrir sig í snjóinn aftur og aftur. Krútt sko.
Spöruðum svo svefnpláss um nóttina, "spooning" var málið og við vorum þrjú með sængina mína. Það var pínu kalt samt, og þröngt. Einhverjir sáfu uppá borði og á gólfinu.
Ógeðslega góð helgi samt.

Svo er þorrablótið á Tanganum næstu helgi, er geggjað spennt. Ég elska þorrablót.

Ég hef ekkert fleira að skrifa um. Ætti að vera farin að sofa.

-Fanney