25 september 2007

stofudjásnið

Oh það er allt í drasli og ég ætti eiginlega að vera að taka til í allri íbúðinni og skrúbba gólf og veggi... en ég einfaldlega nenni því ekki. Í staðinn er ég að horfa á Anchorman í annað skipti í dag, afþví fólkið í hinni íbúðinni er með stöð2bíó inni í staðinn fyrir stöð2, svo ég er búin að missa af grönnum tvisvar í dag. Ógsla ósanngjarnt.

Ég er svo búin að vera að vinna og vinna, sem er svosem ágætt. Fyrir utan að það er alltaf skítakuldi í þessarri kringlu og ég er alltaf orðin blá á vörum og fingrum þegar vinnudagurinn er búinn. Svo eru alltaf að koma rugludallar að angra mig, klístraðir smákrakkar sem ráðast á mig í hópum og reyna að stela pennunum og brjóta lukkuhjólið, pólverjar sem hafa engan áhuga á dælulyklunum mínum og vilja bara símanúmerið mitt, og fullir sjóarar sem eiga enga vini og hanga hjá mér endalaust á trúnó og að kyssa á mér höndina. Kommon, fæ ég ekki að vinna vinnuna mína í friði? Sé fram á að þurfa að setja símanúmerið hjá öryggisvörðunum í speed dial.

Skólinn gengur vel, fyrir utan þýskuna. Ég var alltaf ógeðslega góð í þýsku, þangað til ég kom í MH. Núna er ég allralélegust í hópnum mínum og kann ekki neitt og skil ekki neitt. Þetta er svo erfitt líf.
Það er samt þægilegt að vera að lesa sömu bókina í ens603 og ens613, rómeó og júlíet í báðum áföngunum. Í sögu erum við svo að horfa á myndina um arabíu lárens, þessi mynd lítur út fyrir að vera sirka 70 ára gömul, lárens sjálfur er meira málaður en marylin manson og zac efron til samans, og mér til mikillar undrunar er ég búin að komast að því að hver einasti eyðimerkurarabi kunni ensku fullkomlega á nítjándu öld, samkvæmt myndinni. En það versta er að þessi mynd er vangefið löng, án gríns þá byrjuðum við að horfa á hana fyrir þremur vikum, og hún er ekki ennþá búin.

Við vorum með partí um helgina og það var gaman. Það komu fullt af einhverjum rúmfó vinum hennar Ágústu, við stelpurnar drukkum hvítvín og borðuðum jarðaber með súkkulaði (það þurfti bara freyðibað með fabíó til að fullkomna augnablikið), það var blastað og það var tjúttað, og endaði undir morgun þegar við vorum bara fimm eftir í stofunni, tsjillin' í lazyboy. Ekki slæmt sko.

Ég er líka með smá fréttir hérna. Ég, Ágústa og Björt ákváðum að missa okkur aðeins, og pöntuðum ferð til Rómar. Það verður tótallí best. Ég er búin að gera margra blaðsíðna lista yfir allt sem mig langar að skoða. Btw, það er líka 24 gráðu hiti þar núna, sem er aðeins hlýrra en frostið hérna á morgnana.

-Fanney

18 september 2007

einn, tveir og...


Ég er skárri, takk fyrir að spyrja. Saumarnir voru teknir í dag og það var ekki svo vont. Skelli samt einni mynd hérna með af útliti mínu sama dag og jaxlarnir voru rifnir úr, þar sem allt var úti í blóði og rosa subbó. Sexí, ha?
Ég hef samt ekkert mikið að segja. Fór á Tangann um daginn og það var rosa gaman, rúntur og ball eins og í þá gömlu góðu daga.

Það er búin að vera rigning hvern einasta dag í þennan mánuð sem ég er búin að búa hérna í Reykjavík. Klikkar ekki. Og bíllinn minn er ekkert hrifinn af rigningu, og spólar bara í pollunum. Greyið litla.

Ætla að ljúka þessu með nokkrum skemmtilegum myndum frá réttarballinu í Víðihlíð.

Sunna og ég

Sunna sæta afmælisbarn

Anna og Áki ofurhottís.
Siggi sófi með sexísvipinnBjört hress og kát


Takk fyrir mig
Kv. Fanney



11 september 2007

Kvalir

Ég var að koma úr endajaxlatöku. Pantaði tíma í gær, fékk tíma í morgun og var sett í pyntingarstólinn eftir hádegi.
Ég var svo stressuð og grét bara og skalf meðan hann var að sprauta mig, og grét og skalf ennþá meira á meðan hann reif úr mér jaxlana. Allir fjórir farnir á korteri. Og ég öskraði á síðustu tveimur, það var svo vont.

Ég veit ekki hvað ég á að gera, ég sit bara heima og horfi á sjónvarpið og má ekki gera neitt. Má ekki leggja mig eða fá mér vatnsglas eða borða neitt nema stappaðan mat. Munnurinn á mér er fullur af blóði. Ég er staðdeyfð upp að gagnaugum og mig langar bara í mömmu :(

Þetta er ömurlegt. Sjálfboðaliðar óskast til að fara og ná í svona tuttugu dvd myndir hand mér, og skella nokkrum pítsum í blandara fyrir mig.