26 maí 2008

sko!

Ég er stúdent! Loksins loksins loksins. Takmarkinu náð.
Útskriftin var á laugardaginn á miklagarði, athöfnin var frekar langdregin en alveg þess virði. Svo var lítil veisla uppí svarthömrum, og fuuuullt af mat. Fékk líka fullt af pökkum; æðislega skargripi, dót í búið, heimsatlas, og ferðatösku fulla af seðlum!
Það opnar í nýju heilsuþjónustunni á nesvöllum [ http://nesvellir.is/ ] næsta mánudag, þar sem ég verð að sjá um deild 21 hjá lyf og heilsu. Verðum með allskonar nauðsynlega hluti til sölu þar, auk þess að vera með heimsendingar á lyfjum til gamla fólksins sem chillar þar.
Það eru bara 19 dagar í að ég fari út, og ég er næstum því farin að sakna Viktors strax. Það er svo skrítið, ég hlakka alveg rosalega mikið til ferðarinnar, en kvíði samt svo mikið fyrir. Asnó.

-Fannei

19 maí 2008

27 dagar

Ég er byrjuð að vinna í Keflavík, og það er fínt. Þar eru allir í hvítum slopp, en sá klæðnaður er ekki mín sterkasta hlið. Ég er alltaf að sveifla sloppnum í hitt og þetta og hrindi öllu úr hillunum með skikkjufaldinum. Það er mjög svalt.
Var svo að vinna í Kringlunni um helgina, næstsíðasta helgin mín þar í bili. Ég á eftir að sakna þess að vinna þar. Heilmikill hasar; brjálað að gera og það þurfti að hringja í öryggisverðina.
Útskriftin mín er næstu helgi og ég er rosa spennt. Búin að kaupa mér nýjan kjól, ákvað að fá mér draumakjólinn í karen millen, en hann var samt ekki settur á raðgreiðslur.
Viktor hrýtur hérna við hliðiná mér í sófanum, hann sofnaði yfir sjónvarpinu og ég tími eiginlega ekki að vekja hann. Hann er svo sætur þegar hann sefur :)

Bara 27 dagar í Ástralíu, ég er óóógeðslega spennt, en samt pínu stressuð.

06 maí 2008

maí

Það er kominn maí sem þýðir að veturinn er búinn. Það er allavega sumar hjá mér. Síðasta prófið er á morgun, ítalska og ég nenni ekki að læra. Viggi er að vakta mig til að fylgjast með að ég sé alveg örugglega að læra, haha. Listasöguprófið á föstudaginn gekk bara þónokkuð vel, vona það besta.
Helgin var róleg bara, vorum í bænum á föstudagskvöldið, og svo með smá partí hérna í keflavík á laugardagskvöldið, ég er svo mikill beiler að ég nennti ekki á djammið. Langaði bara að sofa eftir að hafa verið að vinna allan daginn. Er líka að fara að vinna núna á laugardaginn, fjórða vinnuhelgin mín í röð, búhúhú. En ég þarf peninginn, svo ég geti eytt honum í einhverja bölvaða vitleysu í Ástralíu. Einungis 39 dagar til stefnu.
Ég er svo myndarleg húsmóðir, er alltaf eldandi gúrmei máltíðir. Áðan eldaði ég lasagna handa kallinum, hann trúði ekki sínum eigin augum þegar ég ætlaði að skella kotasælu í það. Hann neitaði að trúa að það væri eðlilegt, þangað til ég sagði honum að hringja í mömmu sína og láta hana staðfesta það.
Ég byrja í nýju vinnunni á þriðjudaginn. Þori ekki.