05 október 2008

október

Það er kominn október, fyrsti snjór vetrarins kominn og næstum því farinn.
Ég er búin að selja bílinn minn, það er sweet.
En við keyptum okkur alveg rosalega flottan bíl, svartan Audi A4 sem er algjör draumakaggi. Svo núna þarf ég að venja mig á að keyra sjálfskiptan bíl. Viktor er spenntastur fyrir ABS bremsunum, á meðan ég er yfir mig heilluð af ljósunum við frúarspegilinn.
Fórum svo í IKEA í gær, tókum Sigga og Silju með. Silja elskar IKEA, en Siggi ekki. Fundum okkur rosalega fín náttborð, það á bara eftir að púsla annað þeirra saman. Það liggur hérna á stofugólfinu í nokkrum hlutum. Ég fékk svo kjöthamar að eigin vali. Keyptum líka efni í gardínur fyrir svefnherbergið, þar sem mér finnst rúllugardínurnar ekki nógu flottar. Svo þá er komið að mér að sauma þær, sem verður mjög fróðlegt að sjá.
Fundum svo flottan stóran spegil líka, sem við erum búin að hafa í höfðinu lengi en höfum hvergi fundið. Ætlum að setja hann fyrir ofan skenkinn. Silja keypti hann, og hann fær að vera afmælisgjöfin til Viktors. Nema þegar við ætluðum að raða í bílinn komst spegillinn ekki í nýja bílinn. Haha, þó bíllinn sé alls ekki lítill. Þannig að við þurftum að redda flutningabíl til að sækja spegilinn fyrir okkur, fáum hann á mánudaginn. Alltof stór sko.