Bleeeggz

Djók.
Jæja, helgin var róleg. Hitti Láru mína í svona klukkutíma, og svo var helgin búin og ég fór aftur á Krók. Núna er snjór á Krók svo að ég er búin að taka fram gúmmístígvélin mín. Þau standa alltaf fyrir sínu.
Vá, það gerðist eitt ógeðslega fyndið á sunnudaginn. Örugglega svona "had to be there"-móment, en ég ætla samt að deila því með ykkur. Ég og Stella fórum um kvöldið út í Varmahlíð að ná í Söreir og Áka. Það var orðið alveg dimmt og það snjóaði líka pínu. Við héldum svo að við værum komnar þangað, en neei þá vorum við bara komin að Glaumbæ. Jæja. Loksins fundum við Varmahlíð og ætluðum að beygja upp hjá sjoppunni. Sáum veginn upp á planið, og Stella spurði mig hvort það ætti að beygja upp þarna. Ég sagði bara jújú, og hún beygði upp. Þá sáum við alltíeinu að við vorum að klessa á einhverja grasbrekku og rétt náðum að stoppa. Þá höfðum við ekki hitt á veginn og keyrt bara á eitthvað gras :') Jæja, okkur fannst þetta allavega ógeðslega fyndið og hlógum "like motherfuckers".
Fyndið, ha?
Annars er ég bara búin að vera í skólanum... svona öðru hverju. Og það er ógeðslega kalt. Ég hata ógeðslega verknámshúsið. Ég skal kveikja í því fyrir fimmþúsundkall!
Ég er blönk. Gjörsamlega blönk. Á engan pening. Fjárstyrkir óskast, sendið mér email og þá skal ég gefa ykkur upp reikningsnúmerið svo þið getið lagt inn nokkra bláa. Ók?
Við fórum á leikrit á mánudagskvöldið, Patrekur 1.5. Það var gaman. Alveg þess virði að eyða aleigunni í það.
Ég er haldin einhverjum sjúkdómi sem lýsir sér í mikilli tilgangslausri reiði út í allt og alla. Er búin að vera reið í næstum viku. Mismikið þó. Þannig að ef ég er ógeðslega leiðinleg við ykkur er það ekki endilega neitt persónulegt. Ég er bara eitthvað reið.
Ég, Stella, Helga Una (komin aftur á klakann!), Sara og Anna fórum á rúntinn í gær. Það var ógeðslega hresst. Síðan fórum við í SingStar og það var jafnvel enn hressara. Hve töff getur maður verið?
Annars veit ég ekkert hvað ég ætla að gera um helgina. Hef ekki efni á að fara neitt eða djamma. Hef ekki einusinni efni á að leigja mér dvd mynd. Minnir mig á að ég og Sara fengum lánaða The Hills Have Eyes hjá Guðna í gær. Ég hélt við myndum deyja úr ógeði. Ég verð sködduð á sálinni að eilífu. Vesen.
Menningarkvöld í kvöld. Stella spilar á píanó. Mér er ógeðslega kalt.
-Fögg.